Gefur eingöngu út góðar og skemmtilegar bækur!

Bókstafur ehf

Nýjar bækur

Pila pina kapumynd vefurÆvintýrið um Pílu pínu kom fyrst út árið 1980, en hafði haustið áður verið flutt í útvarp.  Bókin hefur verið ófáanleg í mörg ár og því var ráðist í að endurútgefa söguna með nýjum myndum eftir Steinrúnu Óttu Stefánsdóttur.

Panta bók

Kolfinna2 web„Ég hef alltaf verið ótrúlega óheppin. Það eru meiri lifandis ósköpin sem ég hef alltaf verið óheppin. Það var einhvern veginn eins og lögmál Murphys hefði verið samið fyrir mig.“

 

Panta bók

MK Vatnsmelona 1705 kapa vefur"Fimmtándi febrúar er afar sérstakur dagur í mínum huga. Það er dagurinn þegar ég fæddi fyrsta barnið mitt. Það var líka þennan dag sem eiginmaðurinn fór frá mér."

 

Panta bók

Bókstafur fer í frí!

SumarfríKæru viðskiptavinir og velunnarar. Við lokum sjoppunni frá 28. júní til 14. júlí, eða þar um bil.

Svo komum við aftur. Eins og ekkert c.

Silla og Sigga Lára

Vatnsmelóna kemur út - Marian Keyes á landinu!

MK Vatnsmelona 1705 kapa vefur

„Fimmtándi febrúar er afar sérstakur dagur í mínum huga. Það er dagurinn þegar ég fæddi fyrsta barnið mitt. Það var líka þennan dag sem eiginmaður minn fór frá mér. Þar sem hann var viðstaddur fæðinguna þá get ég bara gert ráð fyrir að þessir tveir atburðir hafi ekki verið algerlega ótengdir.“

Föstudaginn 9. júní gefur forlagið Bókstafur út þriðju bók írska metsöluhöfundarins Marian Keyes. Svo vel ber í veiði að höfundurinn sjálfur er staddur á landinu og mætir í útgáfuhóf í Eymundsson Austurstræti sem haldið verður á milli klukkan 17.00 og 19.00 föstudaginn 9. júní.

Það munu höfundur og þýðandi lesa upp úr bókinni og aldrei að vita nema Marian fáist til að árita nokkur eintök. Áður hafa bækurnar Rachel fer í frí og Er einhver þarna? Eftir Keyes komið út hjá Bókstaf og verða þær á sérstöku tilboði í Eymundsson í tilefni dagsins.

Panta bók

Lesa meira.....

Jólabókaflóðið byrjað hjá Bókstaf!

EinsogstelpaCover 01Um helgina kom úr prentinu þýðing Ingunnar Snædal á bókinni Eins og stelpa eftir Emer O'Toole. 

Eins og stelpa; Búningar, handrit og þor til að leika handritið á anna hátt, segir frá tilraunum höfundarins til að endurrita til ævaforna handrit sem konur laga sig að þegar kemur að hegðun, atferli og sjálfsumhirðu í hvívetna.

 

Lesa meira.....

Vantar þig textavinnu?

12238458 1479241369050792 6028295561882869685 oBókstafur sinnir ýmsum verkefnum fyrir einstaklinga og fyrirtæki, svo sem ritstjórn, textagerð, þýðingum, prófarkalestri og hvað sem menn vantar. Getum þýtt á íslensku og ensku.

Hafið endilega samband og fáið tilboð.

 

Tvær nýjar ljóðabækur á Litlu ljóðahátíðinni

Litla ljoðahatiðinBókstafur gefur út tvær nýjar ljóðabækur í tengslum við Litlu ljóðahátíðina í Norðausturríki. Fyrstu ljóðabók Urðar Snædal, Píslirnar hennar mömmu, og fimmtu ljóðabók Lubba klettaskálds, Skapalón, en hún kom áður út hjá höfundi í takmörkuðu upplagi árið 2012. 

Lesa meira.....

Bókstafur á Ormsteiti

11224549 1522874368020825 2782627420245138845 oBókstafur tekur þátt í hátíðahöldum á Ormsteiti og verður með sölubás í Markaðstjaldinu á planinu við Nettó. Einnig verður lesið úr nýjum bókum á fimmtudag, föstudag og laugardag klukkan 16.00 og höfundur 101 Austurland - Tindar og toppar, Skúli Júlíussin, rekur inn nefið og áritar bækur. Sjáumst!

101 Austurland

fjollVefurinn 101 Austurland er nú kominn í loftið. Fjallaleiðsögumaðurinn knái, Skúli Júlíusson, miðlar þar upplýsingum og myndum sem hann hefur safnað og tekið sem fjallaleiðsögumaður undanfarin ár. Í sumar birtist á vefnum ein gönguleið á viku. Leiðsögurit með 101 gönguleið á Austurlandi kemur út hjá Bókstaf vorið 2016. 

Lesa meira.....

PóstlistiReceive HTML?

Joomla Extensions powered by Joobi

Bókstafur ehf.

Copyright © 2011-2012. All Rights Reserved.

Bókstafur ehf - Ritsmiðja Austurlands - Sími 553 4707
Kaupvangi 6 - 700 Egilsstaðir - kt. 420215-0100