Gefur eingöngu út góðar og skemmtilegar bækur!

Bókstafur ehf

Nýjar bækur

Pila pina kapumynd vefurÆvintýrið um Pílu pínu kom fyrst út árið 1980, en hafði haustið áður verið flutt í útvarp.  Bókin hefur verið ófáanleg í mörg ár og því var ráðist í að endurútgefa söguna með nýjum myndum eftir Steinrúnu Óttu Stefánsdóttur.

Panta bók

Kolfinna2 web„Ég hef alltaf verið ótrúlega óheppin. Það eru meiri lifandis ósköpin sem ég hef alltaf verið óheppin. Það var einhvern veginn eins og lögmál Murphys hefði verið samið fyrir mig.“

 

Panta bók

MK Vatnsmelona 1705 kapa vefur"Fimmtándi febrúar er afar sérstakur dagur í mínum huga. Það er dagurinn þegar ég fæddi fyrsta barnið mitt. Það var líka þennan dag sem eiginmaðurinn fór frá mér."

 

Panta bók

Eilífðir – úrval ljóða 1995-2015

kapa eilifdir mailartminniÁ þessu ári fagnar Kristian Guttesen 20 ára skáldaafmæli, en fyrsta bókin hans, Afturgöngur, kom út árið 1995.  Af því tilefni er fyrirhugað að gefa út úrval ljóða skáldsins, sem skarta mun handfylli ljóða úr sérhverri bók af ferlinum.

Meðal fyrri bóka Kristians eru Litbrigðamygla frá árinu 2005, Glæpaljóð frá árinu 2007 og Vegurinn um Dimmuheiði frá árinu 2012. Á undanförnum árum hefur Kristian lesið upp á ljóðahátíðum, bæði hérlendis og á erlendri grundu. Haustið 2008 sótti hann heim alþjóðlegu ljóðahátíðina Ditët e Naimit í Makedóníu. Árið 2011 tók hann þátt í El Salvador International Poetry Festival í El Salvador. Helgina 17.-19. október 2014 var hann á meðal fjögurra lykilskálda á Litlu ljóðahátíðinni í Norðausturríki. Dagana 16.-18. nóvember 2014 var Kristian á meðal nítján skálda sem lásu upp á alþjóðlegu ljóðahátíðinni Kritya 2014 í Suður-Indlandi.


Kristian Guttesen hefur frá tvítugsaldri birt ljóð og sögur í tímaritum og dagblölðum á Norðurlöndum. Verk hans hafa verið þýdd á albönsku, dönsku, ensku, frönsku, malayalam, norsku og spænsku.

 

Kápuhönnuður: Sigurbjörg Sæmundsdóttir
Mynd á kápu: Sigurbjörg Sæmundsdóttir
Verð: 4480
Útgefandi: Félag ljóðaunnenda á Austurlandi

 

PóstlistiReceive HTML?

Joomla Extensions powered by Joobi

Bókstafur ehf.

Copyright © 2011-2012. All Rights Reserved.

Bókstafur ehf - Ritsmiðja Austurlands - Sími 553 4707
Kaupvangi 6 - 700 Egilsstaðir - kt. 420215-0100