Gefur eingöngu út góðar og skemmtilegar bækur!

Bókstafur ehf

Nýjar bækur

Pila pina kapumynd vefurÆvintýrið um Pílu pínu kom fyrst út árið 1980, en hafði haustið áður verið flutt í útvarp.  Bókin hefur verið ófáanleg í mörg ár og því var ráðist í að endurútgefa söguna með nýjum myndum eftir Steinrúnu Óttu Stefánsdóttur.

Panta bók

Kolfinna2 web„Ég hef alltaf verið ótrúlega óheppin. Það eru meiri lifandis ósköpin sem ég hef alltaf verið óheppin. Það var einhvern veginn eins og lögmál Murphys hefði verið samið fyrir mig.“

 

Panta bók

MK Vatnsmelona 1705 kapa vefur"Fimmtándi febrúar er afar sérstakur dagur í mínum huga. Það er dagurinn þegar ég fæddi fyrsta barnið mitt. Það var líka þennan dag sem eiginmaðurinn fór frá mér."

 

Panta bók

Hestar

Forsíða2Í nóvember kemur út listaverkabók með hestamyndum listamannsins Péturs Behrens. Í bókinni verða yfir 100 myndir, unnar með ýmsum aðferðum sem allar tengjast hestum og hestamennsku. Skýringatextar eftir listamanninn eru við hverja mynd, á þremur tungumálum, íslensku, ensku og þýsku.

 

Pétur Behrens er fæddur í Hamborg, stundaði myndlistarnám í Hamborg og Berlín og lauk lokaprófi frá Meisterschule für Grafik í Berlín. Hann kom fyrst til Íslands árið 1959 en fluttist síðan alfarið til landsins 1963. Hann kenndi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1978-1985. Pétur hélt fyrstu einkasýninguna 1976. Hann bjó ásamt konu sinni, Mariettu, að Höskuldsstöðum í Breiðdal frá 1986 til 2010 en þá fluttu þau að Finnsstaðaholti á Fljótsdalshéraði. Pétur opnaði nýlega gallerí á Egilsstöðum. Nánari upplýsingar um þetta hæfileikaríka myndlistar- og hestafólk má finna á vef þeirra: http://finnsstadaholt.com/

PóstlistiReceive HTML?

Joomla Extensions powered by Joobi

Bókstafur ehf.

Copyright © 2011-2012. All Rights Reserved.

Bókstafur ehf - Ritsmiðja Austurlands - Sími 553 4707
Kaupvangi 6 - 700 Egilsstaðir - kt. 420215-0100