Gefur eingöngu út góðar og skemmtilegar bækur!

Bókstafur ehf

Nýjar bækur

Pila pina kapumynd vefurÆvintýrið um Pílu pínu kom fyrst út árið 1980, en hafði haustið áður verið flutt í útvarp.  Bókin hefur verið ófáanleg í mörg ár og því var ráðist í að endurútgefa söguna með nýjum myndum eftir Steinrúnu Óttu Stefánsdóttur.

Panta bók

Kolfinna2 web„Ég hef alltaf verið ótrúlega óheppin. Það eru meiri lifandis ósköpin sem ég hef alltaf verið óheppin. Það var einhvern veginn eins og lögmál Murphys hefði verið samið fyrir mig.“

 

Panta bók

MK Vatnsmelona 1705 kapa vefur"Fimmtándi febrúar er afar sérstakur dagur í mínum huga. Það er dagurinn þegar ég fæddi fyrsta barnið mitt. Það var líka þennan dag sem eiginmaðurinn fór frá mér."

 

Panta bók

Einhver Ekkineinsdóttir

Vefmynd

Einhver Ekkineinsdóttir er 8 ára gömul. Henni er strítt á að eiga engan pabba svo hún heldur út í heim að leita hans. Sagan gerist í eins konar ævintýraheimi sem á köflum er mjög íslenskur, enda er höfundurinn mikill Íslandsvinur og hefur dvalið langdvölum hér á landi. Í gegnum söguna liggja einnig þræðir úr rússneskum ævintýrum. Bókin er eftir eistnesku skáldkonuna Kätlin Kaldmaa og kemur nú út í þýðingu Lemme Lindu Saukas Olafsdóttur. Myndskreytingar gerði Marge Nelk.

Mun þetta vera fyrsta eistneska barnabókin sem kemur út á íslensku en útgáfan er styrkt af Miðstöð íslenskra bókmennta og Eesti Kulturkapital. Bókin kom fyrst út í Eistlandi árið 2012 og fékk þá mikið lof fyrir áhugaverð efnistök, góða myndskreytingu sem og að höfða jafnt til barna sem fullorðinna. Kätlin Kaldmaa hefur sent frá sér fjölda bóka, mest ljóðabóka og skáldsagna. Þetta er fyrsta barnabók hennar.

Í tilefni útgáfunnar koma Kätlin Kaldmaa og Marge Nelk til landsins og verða með nokkrar sögusmiðjur. Ferð þeirra er styrkt af Kulturkontakt Nord.

Sú fyrsta verður í Barnahelli Norræna hússins laugardaginn 23. apríl, kl. 13-16. Þar mun þýðandi lesa upp úr bókinni og höfundur og myndskreytir standa fyrir sögusmiðju í framhaldinu.

Þaðan liggur leið gestanna til Siglufjarðar og Egilsstaða en það verða sögusmiðjur haldnar í samstarfi skóla og menningarmiðstöðva.

PóstlistiReceive HTML?

Joomla Extensions powered by Joobi

Bókstafur ehf.

Copyright © 2011-2012. All Rights Reserved.

Bókstafur ehf - Ritsmiðja Austurlands - Sími 553 4707
Kaupvangi 6 - 700 Egilsstaðir - kt. 420215-0100