Gefur eingöngu út góðar og skemmtilegar bækur!

Bókstafur ehf

Nýjar bækur

Pila pina kapumynd vefurÆvintýrið um Pílu pínu kom fyrst út árið 1980, en hafði haustið áður verið flutt í útvarp.  Bókin hefur verið ófáanleg í mörg ár og því var ráðist í að endurútgefa söguna með nýjum myndum eftir Steinrúnu Óttu Stefánsdóttur.

Panta bók

Kolfinna2 web„Ég hef alltaf verið ótrúlega óheppin. Það eru meiri lifandis ósköpin sem ég hef alltaf verið óheppin. Það var einhvern veginn eins og lögmál Murphys hefði verið samið fyrir mig.“

 

Panta bók

MK Vatnsmelona 1705 kapa vefur"Fimmtándi febrúar er afar sérstakur dagur í mínum huga. Það er dagurinn þegar ég fæddi fyrsta barnið mitt. Það var líka þennan dag sem eiginmaðurinn fór frá mér."

 

Panta bók

Írskur metsöluhöfundur nemur land á Austurlandi

Marian Keyes 2006 Iain PhilpottFyrsta útgáfuverkefni Bókstafs verður þýðing á írsku metsöluverki. Marian Keyes er einn vinsælasti höfundur Írlands frá upphafi. Bækur hennar hafa selst í yfir þrjátíu milljónum eintaka um allan heim og komið út á þrjátíu og þremur (bráðum þrjátíu og fjórum, þá) tungumálum.

Fyrsta bók hennar, Watermelon, kom út árið 1995 og sló strax í gegn í Írlandi. Hróður hennar barst til Bretlands þegar bókin og höfundur hennar komust á lista yfir Fresh Talent, eða Björtustu vonina, austur þar. Marian Keyes hefur nú gefið út þrettán skáldsögur og eina matreiðslubók.

Fyrsta bókin sem bókstafur gefur út verður önnur bók höfundar, Rachel's Holiday, sem heitir í íslenskri þýðingu Sigurlaugar Gunnarsdóttur Rachel fer í frí. Hún fjallar um miðdóttur Walsh-hjónanna sem í upphafi sögunnar stendur til að senda í meðferð. Fullkomlega að tilefnislausu, að því er henni finnst. Rachel fer í frí kemur út í apríl.

Walsh-systurnar eru alls fimm og hefur Keyes skrifað eina bók um hverja þeirra. Bókstafur hyggur á útgáfu næstu bókar, Anybody out there? eða Er einhver þarna? í október. Næsta vetur er einnig áætlað að matreiðslubók Marian Keyes, Saved by cake – Over 80 ways to bake yourself happy komi út á íslensku en alls hyggst Bókstafsfólk gefa út 9 bækur Marian á næstu þremur árum. 

PóstlistiReceive HTML?

Joomla Extensions powered by Joobi

Bókstafur ehf.

Copyright © 2011-2012. All Rights Reserved.

Bókstafur ehf - Ritsmiðja Austurlands - Sími 553 4707
Kaupvangi 6 - 700 Egilsstaðir - kt. 420215-0100