Gefur eingöngu út góðar og skemmtilegar bækur!

Bókstafur ehf

Nýjar bækur

Pila pina kapumynd vefurÆvintýrið um Pílu pínu kom fyrst út árið 1980, en hafði haustið áður verið flutt í útvarp.  Bókin hefur verið ófáanleg í mörg ár og því var ráðist í að endurútgefa söguna með nýjum myndum eftir Steinrúnu Óttu Stefánsdóttur.

Panta bók

Kolfinna2 web„Ég hef alltaf verið ótrúlega óheppin. Það eru meiri lifandis ósköpin sem ég hef alltaf verið óheppin. Það var einhvern veginn eins og lögmál Murphys hefði verið samið fyrir mig.“

 

Panta bók

MK Vatnsmelona 1705 kapa vefur"Fimmtándi febrúar er afar sérstakur dagur í mínum huga. Það er dagurinn þegar ég fæddi fyrsta barnið mitt. Það var líka þennan dag sem eiginmaðurinn fór frá mér."

 

Panta bók

Nýr Glettingur kominn út

forsidaglettingsNýr Glettingur er nú kominn út hjá Útgáfufélagi Glettings. Hann markar 25. árgang tímaritsins sem hefur komið út sleitulaust frá árinu 1991.

Tímaritið fjallar um austfirsk málefni, einkum um náttúru, minjar og sögu auk þess sem umfjöllun um menningu og listir fær talsvert rými á síðum blaðsins.

Í nýju tölublaði gefur að líta viðtal við Helga Hallgrímsson en hann prýðir einnig forsíðu blaðsins við minnismerki um Sigfús Sigfússon, Þjóðsagnasafnara frá Eyvindará. Meðal annars efnis í blaðinu er sjöunda grein Sigrúnar Klöru Hannesdóttur í greinaflokknum „Konur í sögu Seyðisfjarðar,“ grein eftir Katrínu Þorvaldsdóttur, þjóðfræðing um alþýðusagnakonuna Brandþrúði Benónísdóttur. Þá eru í blaðinu umfjöllun um Erlu Dóru Vogler, óperusöngkonu og smásaga eftir Hrönn Jónsdóttur. Ritstjóri þessa heftis er Magnús Stefánsson.


Hér má panta áskrift og einstök tölublöð af Glettingi.

PóstlistiReceive HTML?

Joomla Extensions powered by Joobi

Bókstafur ehf.

Copyright © 2011-2012. All Rights Reserved.

Bókstafur ehf - Ritsmiðja Austurlands - Sími 553 4707
Kaupvangi 6 - 700 Egilsstaðir - kt. 420215-0100