Gefur eingöngu út góðar og skemmtilegar bækur!

Bókstafur ehf

Nýjar bækur

Pila pina kapumynd vefurÆvintýrið um Pílu pínu kom fyrst út árið 1980, en hafði haustið áður verið flutt í útvarp.  Bókin hefur verið ófáanleg í mörg ár og því var ráðist í að endurútgefa söguna með nýjum myndum eftir Steinrúnu Óttu Stefánsdóttur.

Panta bók

Kolfinna2 web„Ég hef alltaf verið ótrúlega óheppin. Það eru meiri lifandis ósköpin sem ég hef alltaf verið óheppin. Það var einhvern veginn eins og lögmál Murphys hefði verið samið fyrir mig.“

 

Panta bók

MK Vatnsmelona 1705 kapa vefur"Fimmtándi febrúar er afar sérstakur dagur í mínum huga. Það er dagurinn þegar ég fæddi fyrsta barnið mitt. Það var líka þennan dag sem eiginmaðurinn fór frá mér."

 

Panta bók

Marian Keyes: Að skrifa um fíkn

Rachel 1Rachel fer í frí hefur selst vel og situr á metsölulista Eymundsson. Höfundur bókarinnar, Marian Keyes, fjallaði einmitt um þessa bók þegar hún var gestur þáttarins World Book Club, eða Bókaklúbbur heimsins, á BBC World Service, á dögunum. Keyes byggir bókina að miklu leyti á eigin reynslu og margt á meðferðarstofnuninni og meðferðinni sjálfri er beint upp úr hennar eigin upplifun. En ekki allt.

„Persónurnar eru ekki byggðar á raunverulegu fólki,“ tekur hún fram. „Fólk sem er saman í meðferð tengist heilögum böndum trúnaðar sem ég myndi aldrei svíkja eða misnota með því að nota það í bók. Í persónusköpun leitaðist ég við að sýna sem flestar tegundir fíkna og mismunandi birtingarmyndir þeirra. En ég myndi aldrei setja raunverulega manneskju í bók. Þá væri ég að misbeita valdi mínu.“

 

Við ritun sögunnar þótti Marian mikilvægast að segja sögu af raunverulegu ferli afneitunar og uppgötvunar sem fíkill gengur í gegnum í meðferð. Einnig að sýna fram á að fíknisjúkdómar eru ekki eitthvað sem heldur sig á jaðri samfélagsins. Allir geta haft þá, óháð aldri, kyni, stétt eða stöðu.

„Ég hafði sjálf verið edrú í tvö og hálft ár þegar ég skrifaði bókina,“ segir Marian. „Og ég var mjög spennt yfir batanum. Mér fannst þetta óratími en eftir á að hyggja var ég enn mjög viðkvæm. Ég býst við að mig hafi langað til að segja frá og sýna að það er hægt að lifa hamingjusömu lífi, þrátt fyrir fíknina. Mín fíkn var í áfengi. Og ég hugsaði eitthvað á þá leið að ég gæti, jú, alveg hætt að drekka. Kannski tórað einhver 60 til 70 ár í viðbót en það yrði hreint helvíti. Eins og að skríða yfir eyðimörk, að lifa án áfengis, að hver sekúnda yrði barátta. En í staðinn eignaðist ég svo frjálst og frábært líf. Allt varð mögulegt. Og ég vildi að fólk vissi af þessu. Að bati frá fíkn er ekki refsing. Það er leið til nýs, fullorðnara og betra lífs.“

 

Aðspurð segir Marian ótalmarga hafa haft samband við sig á þeim 18 árum sem liðin eru frá þvi að bókin kom fyrst út. Margir hafi leitað sér aðstoðar eftir að hafa lesið og aðrir segja bókina hafa hjálpað sér að skilja hvað fíklar í fjölskyldu og vinahópi gengju í gegnum.

 

Marian segist hafa farið í meðferð með sama hugarfari og Rachel. Hún fór til að allir hættu að nöldra í henni. Hún taldi sig alls ekki vera fíkil en fannst ágæt hugmynd að fara í frí. Svo var hún líka forvitin um hina. Þessa sem ættu við „raunveruleg“ vandamál að stríða. Þess vegna var henni mikilvægt að Rachel færi í afneitun inn í meðferð, og að sem sögumaður væri hún sannfærð um að hún væri ekki fíkill. „Og auðvitað batnar ekkert öllum,“ segir Marian. „Margir fara í gegnum meðferð án þess að afneitunin haggist. Hún er svo sterk og hún er svo lúmsk. Þess vegna duga engingin vettlingatök við að ná í gegnum hana.“

 

Hér má hlusta á þáttinn í heild sinni

 

 

PóstlistiReceive HTML?

Joomla Extensions powered by Joobi

Bókstafur ehf.

Copyright © 2011-2012. All Rights Reserved.

Bókstafur ehf - Ritsmiðja Austurlands - Sími 553 4707
Kaupvangi 6 - 700 Egilsstaðir - kt. 420215-0100