Gefur eingöngu út góðar og skemmtilegar bækur!

Bókstafur ehf

Nýjar bækur

Pila pina kapumynd vefurÆvintýrið um Pílu pínu kom fyrst út árið 1980, en hafði haustið áður verið flutt í útvarp.  Bókin hefur verið ófáanleg í mörg ár og því var ráðist í að endurútgefa söguna með nýjum myndum eftir Steinrúnu Óttu Stefánsdóttur.

Panta bók

Kolfinna2 web„Ég hef alltaf verið ótrúlega óheppin. Það eru meiri lifandis ósköpin sem ég hef alltaf verið óheppin. Það var einhvern veginn eins og lögmál Murphys hefði verið samið fyrir mig.“

 

Panta bók

MK Vatnsmelona 1705 kapa vefur"Fimmtándi febrúar er afar sérstakur dagur í mínum huga. Það er dagurinn þegar ég fæddi fyrsta barnið mitt. Það var líka þennan dag sem eiginmaðurinn fór frá mér."

 

Panta bók

Tvær nýjar ljóðabækur á Litlu ljóðahátíðinni

Litla ljoðahatiðinBókstafur gefur út tvær nýjar ljóðabækur í tengslum við Litlu ljóðahátíðina í Norðausturríki. Fyrstu ljóðabók Urðar Snædal, Píslirnar hennar mömmu, og fimmtu ljóðabók Lubba klettaskálds, Skapalón, en hún kom áður út hjá höfundi í takmörkuðu upplagi árið 2012. 

 

 

 

Skapalon kapa front

Lubbi klettaskáld er upprunninn í Fellabæ en hefur búið syðra um langa hríð. Hann gaf út sína fyrstu ljóðabók ungur að árum og áður hafa komið út fjórar, Kvæða hver? (1998) Skrafl (2000) Svart á hvítu (2003) og Kvæðahver (2008).

Pislirnar frontur

Urður Snædal er fædd og uppalin á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal en býr nú á Akureyri. Yrkisefni hennar í þessari bók eru meðgöngur og fæðingar tveggja barna hennar sem hún fjallar um með dassi af kímni og kaldhæðni.

 

Litla ljóðahátíðin verður nú haldin í þriðja sinn í núverandi mynd en byggir á grunni eldri hátíða í Eyjafirði. Á vegum hátíðarinnar verða margir viðburðir sem staðsettir verða allt frá Siglufirði til Hala í Suðursveit, dagana 17. - 20. september.

PóstlistiReceive HTML?

Joomla Extensions powered by Joobi

Bókstafur ehf.

Copyright © 2011-2012. All Rights Reserved.

Bókstafur ehf - Ritsmiðja Austurlands - Sími 553 4707
Kaupvangi 6 - 700 Egilsstaðir - kt. 420215-0100