Gefur eingöngu út góðar og skemmtilegar bækur!

Bókstafur ehf

Nýjar bækur

Pila pina kapumynd vefurÆvintýrið um Pílu pínu kom fyrst út árið 1980, en hafði haustið áður verið flutt í útvarp.  Bókin hefur verið ófáanleg í mörg ár og því var ráðist í að endurútgefa söguna með nýjum myndum eftir Steinrúnu Óttu Stefánsdóttur.

Panta bók

Kolfinna2 web„Ég hef alltaf verið ótrúlega óheppin. Það eru meiri lifandis ósköpin sem ég hef alltaf verið óheppin. Það var einhvern veginn eins og lögmál Murphys hefði verið samið fyrir mig.“

 

Panta bók

MK Vatnsmelona 1705 kapa vefur"Fimmtándi febrúar er afar sérstakur dagur í mínum huga. Það er dagurinn þegar ég fæddi fyrsta barnið mitt. Það var líka þennan dag sem eiginmaðurinn fór frá mér."

 

Panta bók

Ritsmiðja Austurlands

RitsmiðjaÞann 29. janúar, síðastliðinn, voru stofnuð á Egilsstöðum samtökin Bókstafur – Ritsmiðja Austurlands. Samtökin stofnaði áhugafólk og fagfólk í útgáfustarfsemi á Austurlandi. 18 manns mættu á fundinn en voru það þó færri en til stóð þar sem vonskuveður var og ófært niður á firði.


Í lögum segir: 

„Markmið félagsins er að efla samstarf þeirra sem iðka ritstörf og starfa að útgáfu á Austurlandi, veita þeim þjónustu og aðstoða þá við að koma verkum sínum á framfæri jafnt á rafrænum sem hefðbundnum miðlum. Einnig að vera sameiginlegur vettvangur gagnvart opinberum aðilum, veita stuðning við leit að fjármagni til hugverkagerðar og að efla þekkingu og þjálfun félaga sinna og annarra þeirra sem starfa á þessum vettvangi í fjórðungnum.“

Lögin í heild sinni má lesa undir flipanum ritsmiðja.

 

Á stofnfundi var skipuð stjórn til bráðabirgða sem hefur það hlutverk að undirbúa aðalfund sem á samkvæmt lögum að halda fyrir 1. maí. Í henni sitja Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, Ásdís Helga Bjarnadóttir og Stefán Bogi Sveinsson og varamenn eru Skúli Björn Gunnarsson og Kristian Guttesen.

Aðalfundur verður haldinn á Egilsstöðum laugardaginn 18. apríl klukkan 14:00. Fundarstaður er ekki endanlega ákveðinn.

Stofnskrá félagsins verður opin fram að aðalfundi og telur nú þegar yfir þrjátíu manns. Þeir sem hafa áhuga á að vera á stofnskrá og/eða komast á póstlista samtakanna, sendi tölvupóst til Sigríðar Láru á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Stjórn hvetur alla sem haldnir eru hvers konar útgáfuduld til að gerast félagar frá byrjun og taka þátt í mótun félagsins.

PóstlistiReceive HTML?

Joomla Extensions powered by Joobi

Bókstafur ehf.

Copyright © 2011-2012. All Rights Reserved.

Bókstafur ehf - Ritsmiðja Austurlands - Sími 553 4707
Kaupvangi 6 - 700 Egilsstaðir - kt. 420215-0100