Gefur eingöngu út góðar og skemmtilegar bækur!

Bókstafur ehf

Nýjar bækur

Pila pina kapumynd vefurÆvintýrið um Pílu pínu kom fyrst út árið 1980, en hafði haustið áður verið flutt í útvarp.  Bókin hefur verið ófáanleg í mörg ár og því var ráðist í að endurútgefa söguna með nýjum myndum eftir Steinrúnu Óttu Stefánsdóttur.

Panta bók

Kolfinna2 web„Ég hef alltaf verið ótrúlega óheppin. Það eru meiri lifandis ósköpin sem ég hef alltaf verið óheppin. Það var einhvern veginn eins og lögmál Murphys hefði verið samið fyrir mig.“

 

Panta bók

MK Vatnsmelona 1705 kapa vefur"Fimmtándi febrúar er afar sérstakur dagur í mínum huga. Það er dagurinn þegar ég fæddi fyrsta barnið mitt. Það var líka þennan dag sem eiginmaðurinn fór frá mér."

 

Panta bók

Vatnsmelóna kemur út - Marian Keyes á landinu!

MK Vatnsmelona 1705 kapa vefur

„Fimmtándi febrúar er afar sérstakur dagur í mínum huga. Það er dagurinn þegar ég fæddi fyrsta barnið mitt. Það var líka þennan dag sem eiginmaður minn fór frá mér. Þar sem hann var viðstaddur fæðinguna þá get ég bara gert ráð fyrir að þessir tveir atburðir hafi ekki verið algerlega ótengdir.“

Föstudaginn 9. júní gefur forlagið Bókstafur út þriðju bók írska metsöluhöfundarins Marian Keyes. Svo vel ber í veiði að höfundurinn sjálfur er staddur á landinu og mætir í útgáfuhóf í Eymundsson Austurstræti sem haldið verður á milli klukkan 17.00 og 19.00 föstudaginn 9. júní.

Það munu höfundur og þýðandi lesa upp úr bókinni og aldrei að vita nema Marian fáist til að árita nokkur eintök. Áður hafa bækurnar Rachel fer í frí og Er einhver þarna? Eftir Keyes komið út hjá Bókstaf og verða þær á sérstöku tilboði í Eymundsson í tilefni dagsins.

Panta bók

Marian Keyes 2006 Iain PhilpottVatnsmelóna er fyrsta bók höfundar og kom fyrst út 1995. Hún var upphafið að glæstum ferli Eftir hana hafa nú komið út þrettán skáldsögur sem allar hafa farið sigurför um heiminn. Allar hafa lent á metsölulista og fengið ýmis verðlaun. Vatnsmelóna (Watermelon) var valin “Fresh Talent” bók í Bretlandi þegar hún kom út þar, Er einhver þarna? (Anybody out there) fékk bresku Book verðlaunin í flokki vinsældabókmennta og This Charming Man (sem er í þýðingu hjá Bókstaf) fékk írsku Book verðlaunin í flokki vinsældabókmennta. Bækur Keyes hafa verið gefnar út á 33 tungumálum og selst í yfir 30 milljónum eintaka.

Við hjá Bókstaf erum mjög ánægðar með að geta kynnt þennan dásamlega höfund fyrir lesendum sínum í eigin persónu. Margir eru farnir að bíða spenntir eftir að bækurnar hennar komi út hjá okkur svo þetta verður einstaklega skemmtilegt partí!

Meira um Marian Keyes: www.mariankeyes.com/

 

 

PóstlistiReceive HTML?

Joomla Extensions powered by Joobi

Bókstafur ehf.

Copyright © 2011-2012. All Rights Reserved.

Bókstafur ehf - Ritsmiðja Austurlands - Sími 553 4707
Kaupvangi 6 - 700 Egilsstaðir - kt. 420215-0100