Gefur eingöngu út góðar og skemmtilegar bækur!

Bókstafur ehf

Nýjar bækur

Pila pina kapumynd vefurÆvintýrið um Pílu pínu kom fyrst út árið 1980, en hafði haustið áður verið flutt í útvarp.  Bókin hefur verið ófáanleg í mörg ár og því var ráðist í að endurútgefa söguna með nýjum myndum eftir Steinrúnu Óttu Stefánsdóttur.

Panta bók

Kolfinna2 web„Ég hef alltaf verið ótrúlega óheppin. Það eru meiri lifandis ósköpin sem ég hef alltaf verið óheppin. Það var einhvern veginn eins og lögmál Murphys hefði verið samið fyrir mig.“

 

Panta bók

MK Vatnsmelona 1705 kapa vefur"Fimmtándi febrúar er afar sérstakur dagur í mínum huga. Það er dagurinn þegar ég fæddi fyrsta barnið mitt. Það var líka þennan dag sem eiginmaðurinn fór frá mér."

 

Panta bók

Marian Keyes: Að skrifa um fíkn

Rachel 1Rachel fer í frí hefur selst vel og situr á metsölulista Eymundsson. Höfundur bókarinnar, Marian Keyes, fjallaði einmitt um þessa bók þegar hún var gestur þáttarins World Book Club, eða Bókaklúbbur heimsins, á BBC World Service, á dögunum. Keyes byggir bókina að miklu leyti á eigin reynslu og margt á meðferðarstofnuninni og meðferðinni sjálfri er beint upp úr hennar eigin upplifun. En ekki allt.

Lesa meira.....

Írskur metsöluhöfundur nemur land á Austurlandi

Marian Keyes 2006 Iain PhilpottFyrsta útgáfuverkefni Bókstafs verður þýðing á írsku metsöluverki. Marian Keyes er einn vinsælasti höfundur Írlands frá upphafi. Bækur hennar hafa selst í yfir þrjátíu milljónum eintaka um allan heim og komið út á þrjátíu og þremur (bráðum þrjátíu og fjórum, þá) tungumálum.

Lesa meira.....

Nýr Glettingur kominn út

forsidaglettingsNýr Glettingur er nú kominn út hjá Útgáfufélagi Glettings. Hann markar 25. árgang tímaritsins sem hefur komið út sleitulaust frá árinu 1991.

Tímaritið fjallar um austfirsk málefni, einkum um náttúru, minjar og sögu auk þess sem umfjöllun um menningu og listir fær talsvert rými á síðum blaðsins.

Lesa meira.....

Ritsmiðja Austurlands

RitsmiðjaÞann 29. janúar, síðastliðinn, voru stofnuð á Egilsstöðum samtökin Bókstafur – Ritsmiðja Austurlands. Samtökin stofnaði áhugafólk og fagfólk í útgáfustarfsemi á Austurlandi. 18 manns mættu á fundinn en voru það þó færri en til stóð þar sem vonskuveður var og ófært niður á firði.

Lesa meira.....

Rachel fer á metsölulista

metsala10Eftir aðeins viku á hillum bókabúða er þýðing Sigurlaugar Gunnarsdóttur á metsölubók Marian Keyes, Rachel fer í frí, komin í 10. sæti á metsölulista Eymundsson, 5. sæti á metsölulista yfir kiljur. Bókin fær góðar viðtökur í hvívetna, heldur vöku fyrir fólki og tefur það frá daglegum skyldustörfum, eins og góðar sumarleyfisbækur eiga að gera. Ingunn Snædal, nýkrýnd skemmtilegasta skáld Íslands af Agli Helgasyni, lauk við bókina á einni nóttu og lét vel af á Fésbók sinni með þessum orðum:
Ég las þessa í nótt, og get sagt ykkur að þetta er fyrsta flokks sumarfríslesning, kaldhæðnislega fyndin með dassi af eiturlyfjum og rómans. Mæli með henni.“

 

Hægt er að panta bókina hér.

PóstlistiReceive HTML?

Joomla Extensions powered by Joobi

Bókstafur ehf.

Copyright © 2011-2012. All Rights Reserved.

Bókstafur ehf - Ritsmiðja Austurlands - Sími 553 4707
Kaupvangi 6 - 700 Egilsstaðir - kt. 420215-0100