Gefur eingöngu út góðar og skemmtilegar bækur!

Pila pina kapumynd vefur

 

Ævintýrið um Pílu pínu kom fyrst út árið 1980 en hafði haustið áður verið flutt í útvarp.  Bókin hefur verið ófáanleg í mörg ár og því var ráðist í að endurútgefa söguna með nýjum myndum eftir Steinrúnu Óttu Stefánsdóttur.
Ævintýrið gerist í músabyggðinni í Lyngbrekku en aðalpersónan er litla lífsglaða músin Píla pína. Hvernig stóð á því að Píla og mamma hennar voru að ýmsu leyti ólíkar hinum músunum ? Mamman hafði borist með undarlegum hætti til músaþorpsins sem ungi og Píla ann sér ekki hvíldar fyrr en hún hefur leyst gátuna um uppruna hennar.  Til þess leggur hún upp í langa ferð upp með Lyngbrekkulæknum þar sem hættur eru á hverju strái ...
Höfundurinn, Kristján frá Djúpalæk, (1916-1994) er þekkt ljóðskáld í heimi hinna fullorðnu. Hann hefur einnig samið og þýtt ljóð sem öll börn kunna, sbr.  söngvana í leikritunum um Dýrin í Hálsaskógi, Kardimommubæinn og fleiri.

Bókin kostar 4.990.-

Ef þú pantar hana hér færðu kröfu í heimabankann og bókina senda heim án aukakostnaðar.

 

Bókstafur ehf.

Copyright © 2011-2012. All Rights Reserved.

Bókstafur ehf - Ritsmiðja Austurlands - Sími 553 4707
Kaupvangi 6 - 700 Egilsstaðir - kt. 420215-0100