Gefur eingöngu út góðar og skemmtilegar bækur!

 

Pantaðu þrjár bækur og við borgum sendingarkostnaðinn !

Bókstafur ehf

101 Austurland

indexAusturland er draumasvæði fjallgöngumannsins. Á svæðinu er fjallent, uppi á hálendi sem niður við firðina og ótal gönguleiðir í boði fyrir fjallagarpa. Þá gildir einu hvort menn eru að leita að krefjandi tindum eða léttari gönguleiðum. Enda hefur útivist á svæðinu vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum.  

Nú er komin út bók um fjallgönguleiðir á Austurlandi.

Panta bók

Bókin er leiðsögubók en í henni verður að finna allar upplýsingar um valdar gönguleiðir, kort af þeim, myndir og fleira. Höfundur er Skúli Magnús Júlíusson, fjallaleiðsögumaður.

 

Austurland er ríkt af gönguleiðum. Hvort sem litið er til hálendis austan Vatnajökuls, Fljótsdalshérað eða niður á Austfirði blasa við spennandi svæði sem gaman er að kanna á tveimur jafnfljótum. Í bókinni verða um 100 gönguleiðir af öllum erfiðleikastigum af öllu Austurlandi, frá Vopnafirði til Djúpavogs.

Skúli Júlíusson hefur stundað fjallgöngur á Austurlandi frá unga aldri. Undanfarin sjö ár hefur hann starfað sem fjallaleiðsögumaður á svæðinu. 

Bókstafur ehf.

Copyright © 2011-2012. All Rights Reserved.

Bókstafur ehf - Ritsmiðja Austurlands - Sími 848 3314
Selási 9 - 700 Egilsstaðir - kt. 420215-0100