Gefur eingöngu út góðar og skemmtilegar bækur!

 

Pantaðu þrjár bækur og við borgum sendingarkostnaðinn !

Bókstafur ehf

Hestar

Forsíða2Í nóvember kemur út listaverkabók með hestamyndum listamannsins Péturs Behrens. Í bókinni verða yfir 100 myndir, unnar með ýmsum aðferðum sem allar tengjast hestum og hestamennsku. Skýringatextar eftir listamanninn eru við hverja mynd, á þremur tungumálum, íslensku, ensku og þýsku.

Panta bók

 

Pétur Behrens er fæddur í Hamborg, stundaði myndlistarnám í Hamborg og Berlín og lauk lokaprófi frá Meisterschule für Grafik í Berlín. Hann kom fyrst til Íslands árið 1959 en fluttist síðan alfarið til landsins 1963. Hann kenndi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1978-1985. Pétur hélt fyrstu einkasýninguna 1976. Hann bjó ásamt konu sinni, Mariettu, að Höskuldsstöðum í Breiðdal frá 1986 til 2010 en þá fluttu þau að Finnsstaðaholti á Fljótsdalshéraði. Pétur opnaði nýlega gallerí á Egilsstöðum. Nánari upplýsingar um þetta hæfileikaríka myndlistar- og hestafólk má finna á vef þeirra: http://finnsstadaholt.com/

Bókstafur ehf.

Copyright © 2011-2012. All Rights Reserved.

Bókstafur ehf - Ritsmiðja Austurlands - Sími 848 3314
Selási 9 - 700 Egilsstaðir - kt. 420215-0100