Músadagar
Bestu og þakklátustu hlutverk í heimi eru að verða amma og afi.
Sögurnar vinnur Íris Dóróthea Randversdóttir upp úr örsögum sem margar hafa áður birst á Snjáldurskinnu. Bókin er ríkulega myndskreytt af Unni Sveinsdóttur. Í bókinni er brugðið upp myndum úr lífi músaömmu og músaafa með smámýslum sínum í dagsins önn. Það er bakað og brasað og hlegið og glimmerað og skæpað milli skerja. Óhætt er að segja að bókin sé sannkallaður ástaróður til barnabarna. Yndislestur fyrir alla, sérstaklega ömmur og afa!
Einhver Ekkineinsdóttir
Einhver Ekkineinsdóttir er 8 ára gömul. Henni er strítt á að eiga engan pabba svo hún heldur út í heim að leita hans. Sagan gerist í eins konar ævintýraheimi sem á köflum er mjög íslenskur, enda er höfundurinn mikill Íslandsvinur og hefur dvalið langdvölum hér á landi. Í gegnum söguna liggja einnig þræðir úr rússneskum ævintýrum. Bókin er eftir eistnesku skáldkonuna Kätlin Kaldmaa og kemur nú út í þýðingu Lemme Lindu Saukas Olafsdóttur. Myndskreytingar gerði Marge Nelk.
Píla pína
Ævintýrið um Pílu pínu kom fyrst út árið 1980, en hafði haustið áður verið flutt í útvarp. Bókin hefur verið ófáanleg í mörg ár og því var ráðist í að endurútgefa söguna með nýjum myndum eftir Steinrúnu Óttu Stefánsdóttur.
Skref fyrir skref
Þegar Handarkriki snýr aftur til Austin setur hann sér fimm markmið. Fimm örstutt skref.
1. Að útskrifast úr menntaskóla.
2. Að fá sér vinnu.
3. Að spara peningana.
4. Að forðast aðstæður sem gætu leitt til ofbeldis og…
5. Að losa sig við Handarkrikanafnið.
Nei, nú ertu að spauga Kolfinna !
Ég hef alltaf verið ótrúlega óheppin. Það eru meiri lifandis ósköpin sem ég hef alltaf verið óheppin. Það var einhvern veginn eins og lögmál Murphys hefði verið samið fyrir mig.
Kolfinna er átján ára stelpa sem býr á Eskifirði og finnst óheppnin elta sig. Þrátt fyrir það er afskaplega gaman að vera til svona oftast nær.
Kolfinna segir ekki bara slysasögur af sjálfri sér heldur kemst hún að ýmsu um móður sína og nokkra aðra forfeður.
Bókin er sjálfstæð forsaga bókarinnar Ert ekki að djóka, Kolfinna?
Nei, nú ertu að spauga, Kolfinna! er önnur bók Hrannar Reynisdóttur sem er búsett á Eskifirði eins og þær nöfnur.
Ert' ekki að djóka, Kolfinna ?
UPPSELD !
Í alvöru mamma. Ég trúi því ekki á ykkur að
ætla að senda mig þangað. Þetta er bara útlegð!
Kolfinna er 16 ára stelpa sem er send til ömmu
sinnar á Eskifirði eftir að skóla lýkur um
vorið. Hún hefur ekki miklar væntingar til
lífsins á þeim stað en margt á svo sannarlega
eftir að koma henni Í og öðrum Í á óvart.
Ég á þig
Íris Aða er á ferðalagi með foreldrum sínum og bróður. Hún fær að skreppa í hjólaferð sem fer öðruvísi en ætlunin var. Hvaða hvolpur er þetta sem kemur og fer, birtist og hverfur? Og hvað varð um strákinn sem hvarf þarna fyrir langalöngu?
Hrönn Reynisdóttir býr á Eskifirði og er lesendum að góðu kunn fyrir ungmennabækurnar um Kolfinnu. Nú kemur hún með æsispennandi glæpasögu.