Skip to main content

Rachel fer í frí

990 kr

Leyfið mér að kynna Rachel Walsh. Hún notar skó númer 42 og svo mikið af eiturlyfjum að fjölskylda hennar pungar út dágóðri summu fyrir dvöl í Klaustrinu, fínustu meðferðarstöð Írlands.

Eina ástæða þess að hún samþykkir að fara þangað er orðrómur um að þar gefi að líta gufuböð, líkamsrækarstöðvar og heilsulindir svo langt sem augað eygir, þéttsetnar rokkstjörnum í fráhvörfum.

Svo þarf hún líka að komast í frí.

Fjölskyldan heldur hins vegar áfram að verða henni til skammar. Klaustrið er ekki alveg eins og sögusagnir hermdu og … hvers vegna segja allir að hún sé fíkill? Hvaða rugl er það? Þetta er allt saman einn stór misskilningur!

Er einhver þarna ?

990 kr

Ég varð að fara aftur til New York og reyna að finna hann. Kannski var hann ekki þar en ég varð að athuga það því eitt var ég viss um: Hann var ekki hér.

Anna Walsh er öll í skralli. Hún liggur í betri stofu foreldra sinna, lætur sig dreyma um að fara frá Dublin og komast aftur til New York. Til vina sinna. Til flottasta starfs í heimi. En, fyrst og fremst, til Aidans.

Vatnsmelóna

990 kr

Fimmtándi febrúar er afar sérstakur dagur í mínum huga. Það er dagurinn þegar ég fæddi fyrsta barnið mitt. Það var líka þennan dag sem eiginmaðurinn fór frá mér.

Claire Webster á allt sem hugurinn girnist: mann sem hún elskar, fallega íbúð, er í traustri vinnu. Daginn sem dóttir þeirra kemur í heiminn tilkynnir James að hann sé að fara frá henni. Claire situr ein eftir með nýfætt barn, sært hjarta og líkama sem hún getur varla litið á.

Hún ákveður að fara heim til Dublin. Þar, í skjóli sinnar skrýtnu fjölskyldu, fer henni að batna. Batinn er reyndar svo mikill að þegar James snýr aftur hefur ýmislegt gerst.

Vatnsmelóna er fyrsta bók írska rithöfundarins Marian Keyes og jafnframt þriðja bókin eftir hana sem kemur út á íslensku, Marian Keyes er alþjóðlegur metsöluhöfundur og hafa bækur hennar verið þýddar á 32 tungumál.

Englar

990 kr

Eftir skamma stund lendum við á alþjóðaflugvelli Los Angeles. Vinsamlegast hafið sætin í uppréttri stöðu, verið viss um að þið séuð innan við 45 kíló og að tennurnar séu óaðfinnanlegar.

Maggie Walsh hefur alltaf verið góða stelpan. Verið skynsöm. Farið eftir bókinni. Það er að segja, þar til hún fer frá manninum sínum og hleypst á brott til Hollywood. Í borg englanna eru meira að segja pálmatrén mjó. Hún dvelur hjá Emily vinkonu sinni sem er handritshöfundur á heljarþröm og allt í einu er Maggie farin að gera ýmislegt sem hún hefur aldrei gert áður. Eins og að vera með sólgleraugu í sturtu, að kynna handrit hjá kvikmyndaverum og svo hittir hún hinn dularfulla Troy, mann sem er svo viðloðunarfrír að hann er þekktur sem mennskt teflon.

Fylgdu Maggie á ferðalagi hennar frá úthverfum til útlitsbreytinga, þegar hún uppgötvar hvað það er sem hún vill í raun og veru fá út úr lífinu og hver hin
raunverulega ástæða fyrir brotthlaupi hennar er.

Marian Keyes er alþjóðlegur metsöluhöfundur sem fjallar gjarnan um alvarleg málefni á líflegan og óhefðbundinn hátt. Englar er fjórða bók hennar sem kemur út á íslensku og jafnframt sú fjórða í sagnaröðinni um hinar ólíku og óborganlegu Walsh-systur.

Bækur eftir Marian Keyes