Skip to main content

Austfirsk glæpasaga í forsölu

Af vettvangi Bókstafs er það helst til tíðinda að í næsta mánuði (maí 2022) er væntanleg á markaðinn ný austfirsk glæpasaga eftir Jón Pálsson á Seyðisfirði.  Brynhildur, fyrrum rannsóknarlögreglumaður í Reykjavík, er nýtekin við starfi lögregluvarðstjóra á Seyðisfirði og hlakkar til rólegri daga. Í lögregluumdæminu, sem átti að vera friðsælt og rólegt, hrannast hins vegar upp endalaus og yfirgripsmikil verkefni. Brátt kemur í ljós að hún á í höggi við alþjóðlegar glæpaklíkur sem virðast hafa hreiðrað um sig hérlendis, jafnvel í fámenninu á Austfjörðum.  Bókin er öðrum þræði þjóðfélagsádeila...

Ný bók hjá Bókstaf

Út er komin unglingabókin „Ég á þig“ hjá Bókstaf. Höfundurinn, Hrönn Reynisdóttir, hefur áður sent frá sér bækurnar „Ert‘ ekki að djóka, Kolfinna?“ og „Nei, nú ert‘ að spauga Kolfinna“ fyrir sama aldurshóp. Báðar fyrri bækurnar hlutu prýðilegar viðtökur og er sú fyrrnefnda algjörlega uppseld. Bókin kom út í byrjun nóvember og standa sendingar í búðir nú yfir. Einnig er hægt að panta bókina hjá okkur á https://www.bokstafur.is/index.php   

Tilfinningabókapakkinn

Tilfinningabókapakkarnir renna út. Gott lesefni á erfiðum tímum.