Skip to main content

Austfirsk glæpasaga í forsölu

Skadraedi bokarkapa forsida 2204

Af vettvangi Bókstafs er það helst til tíðinda að í næsta mánuði (maí 2022) er væntanleg á markaðinn ný austfirsk glæpasaga eftir Jón Pálsson á Seyðisfirði.

 Brynhildur, fyrrum rannsóknarlögreglumaður í Reykjavík, er nýtekin við starfi lögregluvarðstjóra á Seyðisfirði og hlakkar til rólegri daga. Í lögregluumdæminu, sem átti að vera friðsælt og rólegt, hrannast hins vegar upp endalaus og yfirgripsmikil verkefni. Brátt kemur í ljós að hún á í höggi við alþjóðlegar glæpaklíkur sem virðast hafa hreiðrað um sig hérlendis, jafnvel í fámenninu á Austfjörðum.

 Bókin er öðrum þræði þjóðfélagsádeila og vekur athygli á ýmsu grunsamlegu sem býr að baki íslensku atvinnulífi.

 Verð bókarinnar í forsölu er 3.990 kr. og gildir til útgáfudags. Hægt er að panta bókina á sölusíðu Bókstafs https://www.bokstafur.is/  eða með því að senda póst í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.